Að verða vitni að sjálfum sér.

Ég man fyrir þó nokkrum árum er ég gekk inn í stofu í húsinu þar sem ég ólst upp. Á skjánum var tónlistarmyndband og ég hugsaði með mér “vá hvað þetta lag er leiðinlegt” 

 

Svo er laginu var að ljúka kemur nafn lagsins og flytjandi sem var hljómsveitin Gorillaz með lagið Dare. Mér fannst Gorillaz gott band og á þessu augnabliki breytist viðhorf mitt og mér fannst lagið allt í einu gott. Ég fylgdist með þessu gerast ég varð vitni að sjálfum mér breyta um skoðun og þeirri skoðun hef ég haldið síðan, Dare er gott lag.

Þetta gerðist fyrir um 20 árum síðan og síðan þá hef ég stundum velt því fyrir mér hvað það er sem ræður því hvaða tónlist við fílum sem og hvaða skoðanir við höfum yfirleitt. Eftir þessa upplifun hef ég gefið lögum og hljómsveitum marga sénsa ég hugsa t.d. ef lag er ekki skemmtilegt við fyrstu hlustun “hvernig myndi þessi hljómsveit vera á tónleikum” en allavega

aftur að augnablikinu þar sem ég gat orðið vitni að sjálfum mér, en í ástandi sem þessu tel ég möguleika á miklum lærdóm og framförum mannkyns. Einstaklingur sem er hæfur til að verða vitni að sjálfum sér getur séð eigin mistök og fært sig frá þeim öðrum fremur. Sá sem aldrei stoppar og verður vitni að eigin hugsana mynstrum er dæmdur til að elta þessi mynstur sem eru jafnvel eldri en manneskjan sjálf og eiga það til að vera úrelt og óheillavænleg. 

 

(Ljóð eftir höfund greinar)

Sá sem veit, mun aldrei skilja

og sá sem skilur, mun ekki upplifa.

Því að vit er gamalt mynstur

Og skilningur er þægilegur blundur.

 

 

“Það sem við vitum er minning úr fortíð og á þ.a.l ekki við núna” Jiddu krishnamurti sagði þessi orð (lausleg þýð. höf.) og tel ég mikið innsæi í þeim en eflaust munu flestir lesa þetta sem argöstu vitleysu. Það má vera að svo sé en þrátt fyrir það þá vil ég samt benda þér á að öllum líkindum munt þú dæma þennan pistil fyrirfram, þ.e. með gömlum skoðunum sem þú veist sennilega ekki hvaðan koma.

Góðar stundir,

 

 


Jólasveinarnir

Stekkjastaur kemur fyrstur til byggða, fremur þyrstur vill gæða sér á spena

en aldrei hefur það gengið vel enda lappir stífar líkt og tré.

Jólasveinn númer tvö er giljagaur snar í snúningum og alls enginn staur,

felur sig og stelst í nýja mjólk, sveitafólkið aldrei eftir honum tók.

Stúfur litli sveinninn er, krækir í pönnur og safnar að sér.

Þvörusleikir var afskaplega mjór og sleikti þvörur er húsfreyjan fór.

Pottaskefill sleikti pottana og aska sleikir askana.

Hurða skellir miklir hvellir, óviljandi mikill hrellir.

Skyrgámur kláraði allt skyrið en bjúgnakrækir er kjötið fyrir.

Gluggagægir inn um gluggann rýnir og stelur því sem bregður fyrir.

Gáttaþefur með risastórt nef þefar upp laufabrauð en fær aldrei kvef.

Kjetkrókur tólfti sveinninn er, í gegnum strompinn nælir í hangikjet.

kertasníkir hvað varð um  öll kertin hann át þau mikið er hann skrítinn. 

 

Saman fögnum jólunum

bíðum spennt eftir kirkjubjöllunum,

syngjum saman öll í kór

höldum saman heilög jól.

 

Gleðileg jól.


Býrð þú með vampíru?

Öll könnumst við við sögur af vampírum og hafa þessar sögur fylgt okkur lengi. Það rifjast upp fyrir mér brot úr gömlum svarthvítum bíómyndum. Þar er vera í mannslíki en er þó ógnvænleg, með tvær stórar og beittar tennur að framan, klædd í e-s konar kufl og sýgur blóð úr fólki. Nú í seinni tíð hefur ýmindin breyst og kannski orðið fremur kynþokkafyllri. Þar er vampíru og hinum týbíska, fagra ameríska “bad boy” tvinnað saman. Þjóðsagan segir okkur að ef vampíru er boðið inn í hús er verið að gefa henni leyfi til að sjúga úr viðkomandi blóð. Fórnarlömbin verða síðan sjálf vampírur og sjúga því blóð úr öðrum.

Ef ég leyfi mér að kafa smá dettur mér nokkuð til hugar - hús í ævintýra og myndlíkarsögum er oft líking fyrir innra tilfinningar og eða sálarlíf. Blóð táknar oft líf. Með þessu má lesa úr þann möguleika að vampíru sögur séu varnar orð - EKKI hleypa vampírum/orkusugum inn í hugarfylgsni/sálarlíf þitt. 

Aftur að “bad boy” en þessi einstaklingur er holdgervingur þess sem átti erfitt uppeldis vegna einhvers. Af getuleysi eða öðrum ástæðum gerir þessi einstaklingur ekkert við sín innri vandamál og vanlíðan nema kasta því yfir á aðra. Hann kemst upp með þetta vegna sjarmerandi hegðunar og útlits. Hann velur sér fórnarlömb til að ráðskast með og fær þau á sitt vald, því þykir mér þessi nútíma nálgun að tvinna saman vampíru sögum og hinum ameríska bad boy mjög viðeigandi. Báðir aðilar eru jú að sjúga lífskraft/blóð úr þeim í kringum sig sem bjóða þeim inn í líf/húsið sitt og gerir þau þannig að fórnarlömbum/vampírum.

Góðar stundir.


Að leggja niður girðingu

Bóndi einn tillti niður girðingu sinni. Girðing þessi stóðst hvorki veður né vind og þurfti lítið til að stugga við henni. Bóndinn fer aftur af stað, fremur pirraður að fyrri girðingin hafi brugðist. Næsta girðing verður sterkari, hugsaði hann með sér. Í hvert sinn sem bændur á næstu bæjum röltu framhjá bentu þeir honum á ýmislegt sem betur mætti fara. - Einum fannst girðingin of há, öðrum fannst hún of lág, of framarlega sagði einn, of aftarlega sagði hinn. Bóndinn tók við öllum ráðunum fremur pirraður, því hann ætlaði sér að vera löngu búinn að leggja þessa girðingu niður. Nokkrum dögum síðar tókst honum að klára verkið og var nokkuð ánægður með sig. Svo gerist það að maður á næsta bæ fer að rífa upp einn girðingastaurinn og færa hann til. Fremur hissa spyr bóndinn hann hvað honum stæði til. Útskýringin var sú að girðingin tæki of mikið pláss svona nálægt hans landsvæði. Hann sveigði því girðingunni eilítið frá. Er það ekki allt í lagi? spurði hann, jú svaraði bóndinn, þetta breytir nú litlu. Daginn eftir kom annar nágranni sem rífur einn staurinn upp og sagðist vera uppiskroppa með efnivið, bóndinn vildi nú hjálpa og lét það því eftir honum. Nokkru síðar var girðing bóndans meira og minna ónýt og bóndinn svekktur og sár.

 

Að leggja mörk.

Það sama gildir um mörk okkar, ef þeim er tillt niður er lítið mál að valta yfir þau. Sumir reyna  að leggja mörk en byrja síðan að útskýra eða réttlæta mörkin sín, með því missa þau gildið sitt. Viðkomandi sýnir á sér viðkvæma hlið og lætur líkt og það þurfi leyfi til að leggja mörk. 

Undanfarin ár hef ég velt því fyrir mér hvað það er að leggja mörk og hvernig það er gert. Á mínum yngri árum var ekki mikið um það rætt, þó þetta sé skýrara í dag enda breyttir tímar. Hins vegar taldi ég í þá daga, að leggja mörk væri að reiðast og margar amerískar bíómyndir sem ég sá í þá daga sýndu fram á "hetjulega hefnd" þess sem fannst á sér brotið. Það gefur skakka mynd af raunveruleikanum. Þó eru sumar þessara kvikmynda afar skemmtilegar.

 

“Reiður maður er heimskur maður” - sagði einhver og er mikill sannleikur í þeim orðum. Þegar manneskja reiðist verður hún ófær um að sækja í ákveðnar upplýsingar og hugsar yfir höfuð ekki skýrt. Reiði er ekki gerð til að leysa úr þrautum heldur til að berjast. Einfalt er að hrekkja fólk svínslega ef þau reiðast við hið minnsta eða fara í hina áttina og gefa eftir. Hrekkjusvín leynast ekki einungis hjá krökkum og unglingum heldur líka fullorðnu fólki.

 

Heilbrigð mörk þurfa að vera án útskýringa, viðkomandi þarf því að vera viðbúinn mótlæti sem því gæti fylgt. Þetta er einfalt en erfitt og krefst aga, aga til að taka við óþægindum núna, fyrir þægilegri framtíð. Ekki er nóg að leggja mörk einu sinni heldur þarf að gera það síendurtekið, því Bændurnir bíða spenntir eftir því að rífa upp girðingu annarra.

 

Góðar stundir.



 



 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband