Býrð þú með vampíru?

Öll könnumst við við sögur af vampírum og hafa þessar sögur fylgt okkur lengi. Það rifjast upp fyrir mér brot úr gömlum svarthvítum bíómyndum. Þar er vera í mannslíki en er þó ógnvænleg, með tvær stórar og beittar tennur að framan, klædd í e-s konar kufl og sýgur blóð úr fólki. Nú í seinni tíð hefur ýmindin breyst og kannski orðið fremur kynþokkafyllri. Þar er vampíru og hinum týbíska, fagra ameríska “bad boy” tvinnað saman. Þjóðsagan segir okkur að ef vampíru er boðið inn í hús er verið að gefa henni leyfi til að sjúga úr viðkomandi blóð. Fórnarlömbin verða síðan sjálf vampírur og sjúga því blóð úr öðrum.

Ef ég leyfi mér að kafa smá dettur mér nokkuð til hugar - hús í ævintýra og myndlíkarsögum er oft líking fyrir innra tilfinningar og eða sálarlíf. Blóð táknar oft líf. Með þessu má lesa úr þann möguleika að vampíru sögur séu varnar orð - EKKI hleypa vampírum/orkusugum inn í hugarfylgsni/sálarlíf þitt. 

Aftur að “bad boy” en þessi einstaklingur er holdgervingur þess sem átti erfitt uppeldis vegna einhvers. Af getuleysi eða öðrum ástæðum gerir þessi einstaklingur ekkert við sín innri vandamál og vanlíðan nema kasta því yfir á aðra. Hann kemst upp með þetta vegna sjarmerandi hegðunar og útlits. Hann velur sér fórnarlömb til að ráðskast með og fær þau á sitt vald, því þykir mér þessi nútíma nálgun að tvinna saman vampíru sögum og hinum ameríska bad boy mjög viðeigandi. Báðir aðilar eru jú að sjúga lífskraft/blóð úr þeim í kringum sig sem bjóða þeim inn í líf/húsið sitt og gerir þau þannig að fórnarlömbum/vampírum.

Góðar stundir.


Bloggfærslur 13. desember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband