Jólasveinarnir
21.12.2024 | 11:04
Stekkjastaur kemur fyrstur til byggða, fremur þyrstur vill gæða sér á spena
en aldrei hefur það gengið vel enda lappir stífar líkt og tré.
Jólasveinn númer tvö er giljagaur snar í snúningum og alls enginn staur,
felur sig og stelst í nýja mjólk, sveitafólkið aldrei eftir honum tók.
Stúfur litli sveinninn er, krækir í pönnur og safnar að sér.
Þvörusleikir var afskaplega mjór og sleikti þvörur er húsfreyjan fór.
Pottaskefill sleikti pottana og aska sleikir askana.
Hurða skellir miklir hvellir, óviljandi mikill hrellir.
Skyrgámur kláraði allt skyrið en bjúgnakrækir er kjötið fyrir.
Gluggagægir inn um gluggann rýnir og stelur því sem bregður fyrir.
Gáttaþefur með risastórt nef þefar upp laufabrauð en fær aldrei kvef.
Kjetkrókur tólfti sveinninn er, í gegnum strompinn nælir í hangikjet.
kertasníkir hvað varð um öll kertin hann át þau mikið er hann skrítinn.
Saman fögnum jólunum
bíðum spennt eftir kirkjubjöllunum,
syngjum saman öll í kór
höldum saman heilög jól.
Gleðileg jól.
Athugasemdir
... og svo kemur Letihaugur og smalar bræðrum sínum saman.
Guðjón E. Hreinberg, 21.12.2024 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning