Að verða vitni að sjálfum sér.

Ég man fyrir þó nokkrum árum er ég gekk inn í stofu í húsinu þar sem ég ólst upp. Á skjánum var tónlistarmyndband og ég hugsaði með mér “vá hvað þetta lag er leiðinlegt” 

 

Svo er laginu var að ljúka kemur nafn lagsins og flytjandi sem var hljómsveitin Gorillaz með lagið Dare. Mér fannst Gorillaz gott band og á þessu augnabliki breytist viðhorf mitt og mér fannst lagið allt í einu gott. Ég fylgdist með þessu gerast ég varð vitni að sjálfum mér breyta um skoðun og þeirri skoðun hef ég haldið síðan, Dare er gott lag.

Þetta gerðist fyrir um 20 árum síðan og síðan þá hef ég stundum velt því fyrir mér hvað það er sem ræður því hvaða tónlist við fílum sem og hvaða skoðanir við höfum yfirleitt. Eftir þessa upplifun hef ég gefið lögum og hljómsveitum marga sénsa ég hugsa t.d. ef lag er ekki skemmtilegt við fyrstu hlustun “hvernig myndi þessi hljómsveit vera á tónleikum” en allavega

aftur að augnablikinu þar sem ég gat orðið vitni að sjálfum mér, en í ástandi sem þessu tel ég möguleika á miklum lærdóm og framförum mannkyns. Einstaklingur sem er hæfur til að verða vitni að sjálfum sér getur séð eigin mistök og fært sig frá þeim öðrum fremur. Sá sem aldrei stoppar og verður vitni að eigin hugsana mynstrum er dæmdur til að elta þessi mynstur sem eru jafnvel eldri en manneskjan sjálf og eiga það til að vera úrelt og óheillavænleg. 

 

(Ljóð eftir höfund greinar)

Sá sem veit, mun aldrei skilja

og sá sem skilur, mun ekki upplifa.

Því að vit er gamalt mynstur

Og skilningur er þægilegur blundur.

 

 

“Það sem við vitum er minning úr fortíð og á þ.a.l ekki við núna” Jiddu krishnamurti sagði þessi orð (lausleg þýð. höf.) og tel ég mikið innsæi í þeim en eflaust munu flestir lesa þetta sem argöstu vitleysu. Það má vera að svo sé en þrátt fyrir það þá vil ég samt benda þér á að öllum líkindum munt þú dæma þennan pistil fyrirfram, þ.e. með gömlum skoðunum sem þú veist sennilega ekki hvaðan koma.

Góðar stundir,

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband